Námskeið og fræðsla

Bjóðum upp á námskeið, fræðslu og einkakennslu í tengslum við fjármál einstaklinga, einyrkja og fyrirtækja. Hvort sem það er almenn bókfærsla, launavinnslur, virðisaukaskattur, skattalög eða ná tökum á persónulegum fjármálum. Öll námskeið eru tekin upp og er upptöku og glærum deilt meðal þátttakenda að námskeiði loknu. Vinnustofur fara fram á staðnum á skrifstofu Rassvasa eða Payday. Dagsetningar eru birtar með fyrirvara um breytingar.

Lengri námskeið á næstunni:
Bókhaldslyklar, útgjöld, fjárhagur, virðisaukaskattur og laun í samvinnu við Payday

Lengd: 3 klst / Verð: 10.900 kr. 

Námskeiðið er tekið upp, glærur og upptaka eru send eftir námskeiðið. 

Vinnustofur með bókara á næstunni:

Lengd: 3 klst / Verð 15.900 kr

Vinnustofur fara fram á staðnum. 

 

 Payday fyrir fagaðila (aðila sem starfa við bókhaldsþjónustu)

Lengd: 1,5 klst / verð 10.900 kr
  • 2024

Örnámskeið á næstunni: 

Payday 101 – Byrjendanámskeið

Lengd: 1,5 klst/ Verð: 6.900 kr

Námskeiðið er tekið upp og upptaka send eftir námskeiðið. 
 

Afstemmingar – NÝTT!

Lengd: 1,5 klst/ Verð: 6.900 kr

  • Dagsetning fyrir næsta námskeið óráðin
Námskeiðið er tekið upp og upptaka send eftir námskeiðið. 
 
Yfirfærslur – flutningur úr öðrum kerfum í Payday

Lengd: 1 klst / Verð 5.900

  • Dagsetning óráðin. 
Námskeiðið er tekið upp og upptaka send eftir námskeiðið. 
 
Hlutafjármiðar, verktakamiðar og launamiðar

Lengd: 30 mínútur / verð 4.900 kr

  • Janúar 2025 – nánari dagsetning kynnt síðar
 
 
 

NÝTT – Undirbúningur fyrir skattskil (skattframtal)

Vinnustofa – Undirbúningur fyrir skattskil lögaðila

Lengd: 3 klst / Verð 30.000 kr

 

  • Næstu námskeið 2025
Vinnustofa fer fram á staðnum. Takmarkað sætaframboð.  

 

Námskeið í vinnslu:

Lengri námskeið

Fjármál og rekstur fyrirtækja er námskeið ætlað þeim sem vilja stofna sinn eigin rekstur, vilja öðlast skilning á rekstri lögaðila og öðlast færni í að færa sitt eigið bókhald. Ekki er gert ráð fyrir að einstaklingar hafi reynslu eða grunn í fjármálum og rekstri fyrirtækja. Námskeiðið er einstaklingsmiðað og unnið í litlum hópum. Námskeiðið er 146 klst

Að námskeiði loknu er gert ráð fyrir að einstaklingur:

  • Skilji grunninn í færslu bókhalds fyrirtækja 
  • Skilji mikilvægi þess að færa bókhald á réttum grunni
  • Þekki muninn á rekstrar- og greiðslugrunni
  • Geti fært eigið bókhald 
  • Geti flett upp í lögum um ársreikninga og virðisaukaskatt
  • Skilji uppsetningu ársreikninga og geti sett fram rekstrar- og efnahagsreikning ásamt sjóðstreymi
  • Geti lesið og skilið uppsetningu ársreikninga
  • Skilji og geri sér grein fyrir kostnaði við  fjármögnun og rekstur fyrirtækja

Kennslufyrirkomulag:

  • Námskeiðið er byggt upp þannig að hver sem er óháð búsetu geti sótt námskeiðið
  • Kennsla fer fram bæði á staðnum og gegnum rafrænan fundarbúnað
  • Litlir hópar þar sem unnið er bæði með einstaklingsverkefni og hópaverkefni
  • Kennarar hafa fjölbreyttan bakgrunn og reynslu í stofnun og rekstri fyrirtækja
  • Engin próf né heimavinna

Skipulag námskeiðs:

  • Námskeiðið er alls 146 klst og kennt á vorönn (jan-maí) og haustönn (ágúst-des)
  • Kennsla fer fram á þriðjudögum 8:30 – 15:30

Leiðbeinendur:

  • Eva Michelsen: MSc í stjórnun og stefnumótun, BSc í viðskiptafræði og viðurkenndur bókari. Eva rekur nokkur fyrirtæki, þar á meðal Eldstæðið deilieldhús, Michelsen Konfekt og ERM ehf.
  • Gestafyrirlesarar

Gott að vita

  • Innifalið í námskeiðinu eru veitingar meðan á kennslu stendur
  • Flest stéttarfélög styrkja sína félagsmenn með niðurgreiðslu á námskeiðsgjöldum
  • Birt með fyrirvara um breytingar og lágmarksþátttöku