Námskeiðslýsing
Bókhaldslyklar, útgjöld, fjárhagur, virðisaukaskattur og laun
Markmiðið með þessu námskeiði er að þeir sem eru að fara út í eigin rekstur, hvort sem er á eigin kennitölu eða í gegnum félag (ehf, sf, slf) geri sér grein fyrir grunnreglum bókhalds. Er þá átt við atriði eins og hver er tilgangur bókhalds og bókhaldslykla, hvað má bóka sem kostnað og telst frádráttarbær (lækkar skatta) og hvað ekki, hvað má innskatta og hvað ekki, hvar finn ég gögn með frekari upplýsingum og margt fleira.
Námskeiðinu er skipt niður í þrjá hluta:
Hluti I – Bókhaldslyklar og reglur um færslu bókhalds
- Farið er yfir helstu lög og reglur
- Farið yfir bókhaldslykla og stillingar
- Hvar má finna upplýsingar hjá RSK og Payday
- Q&A
Stutt 5 mín pása
Hluti II – Útgjöld, virðisaukaskattur, annarskonar kostnaður
- Farið yfir bókanir á útgjöldum og annarskonar kostnaðarliðum
- Virðisaukaskattur og vsk skýrslur
- Laun og launatengd gjöld
- Fjárhagur og bókanir í fjárhag
- Sýnidæmi
- Q&A
Stutt 5 mín pása
Hluti III – Afstemmingar
- Bankaafstemming
- Kreditkort
- Lánadrottnar
- Skuldunautar
- Launatengd gjöld
- Sýnidæmi
- Q&A
Nemendur eru hvattir til að undirbúa sig og vera tilbúnir með spurningar og eða dæmi sem þau vilja fá leyst
Námskeiðið er sniðið fyrir notendur Payday og taka sýnidæmi mið af því en fókusinn er að læra grunnreglur bókhalds.