Viðskiptaskilmálar Rassvasa

Síðast uppfært 23. júlí 2023

Þessir skilmálar eru bindandi samningur milli viðskiptavinar („Viðskiptavinur”, „þú”) og Rassvasa ehf., kt. 650121-1120, með lögheimili að Austurkór 88, 203 Kópavogi (”Rassvasi” ,“þjónustan,”) og taka á notkun þinni á þjónustum Rassvasa, meðal annars vefsíðum, hugbúnaði og öðrum vörum og þjónustum (sameiginlega kallað “Þjónustan”). Með því að nota þjónustu okkar samþykkir þú að vera bundin af þessum viðskiptaskilmálum, gagnavinnslu samningi og persónuverndarstefnu Rassvasa.

Rassvasi heldur utan um allt sem viðkemur umsýslu viðskiptavina sinna á einum og sama stað. Viðskiptavinum Rassvasa gefst kostur á mismunandi leiðum til að nýta sér þjónustu fyrirtækisins.

Þjónustuleiðirnar eru eftirfarandi:

Námskeið – Einskiptis þjónusta þar sem viðskiptavinir koma á námskeið ýmist rafrænt eða í persónu og fá aðgang að upptökum að námskeiði loknu.

Ráðgjafaþjónusta – Einskiptis eða endurtekin þjónusta þar sem viðskiptavinir bóka ráðgjafafund til að fara yfir fjármál einstaklinga, fyrirtækis, færslu bókhalds eða annað sem viðkemur bókhalds og fjármála ráðgjöf.

Bókhaldsþjónusta – Viðskiptavinur og Rassvasi gera með sér samning um fyrirfram tilgreinda bókhaldsþjónustu sem getur verið fjölbreytt, meðal annars:

  • Bóka útgjöld
  • Launavinnslur
  • Vsk uppgjör
  • Afstemmingar banka
  • Reikningagerð
  • Rekstrarráðgjöf

Viðskiptavinir Rassvasa verða að svara áreiðanleika könnun á minnst 2ja ára fresti. Bókhaldsstofur eru eftirlitsskyldir aðilar og bera að leggja fram slíkar kannanir. Þær eru meðal annars til að koma í veg fyrir pengingaþvætti.

Skilgreiningar

Viðskiptavinur: Aðili sem skráir sig á námskeið, bókar ráðgjafatíma eða kemur í fasta þjónustu hjá Rassvasa.

Þjónustan: Aðgangur að námskeiðsgögnum, vinnufundir og bókhaldsþjónusta.

Samþykki notkunarskilmála

Með því að nota þjónustuna, samþykkir þú að hlíta þessum skilmálum. Orðin „þú“ og „viðskiptavinur“ í öllum beygingarmyndum sem fram koma í þessum skilmálum vísa til notanda. Þeir aðilar sem hyggjast nýta sér þjónustu Rassvasa verða að lesa þessa skilmála og samþykkja. Til notkunar telst m.a. skoðun, upplýsingaöflun og/eða nýting þeirrar þjónustu sem í boði er á vefsvæði Rassvasa eins og vefurinn kemur notendum fyrir sjónir á hverjum tíma. Öll notkun vefsins takmarkast við þær aðgerðir sem eðlilegar og löglegar geta talist, ásamt þeim upplýsingum og þjónustu sem boðið er upp á á hverjum tíma. Áður en þú lest áfram ættir þú að prenta út og vista eintak af skilmálum þessum.

Persónuvernd

Við skráningu er gerð krafa um að ákveðnar persónuupplýsingar viðskiptavinar séu gefnar upp, s.s. nafn, kennitala, heimilisfang og netfang.

Rassvasi starfar að öllu leyti í samræmi við íslensk lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Stefna Rassvasa er að vinna með eins takmarkað magn af persónugreinanlegum upplýsingum og mögulegt er til að veita þjónustuna. Rassvasi leggur mikla áherslu á vernd persónuupplýsinga og mun ekki undir nokkrum kringumstæðum afhenda, selja eða leigja persónuupplýsingar notenda til þriðja aðila. Rassvasi miðlar persónuupplýsingum aðeins til þriðja aðila í þeim tilgangi að veita þjónustuna sem Rassvasi byggir á eða ef Rassvasa ber að gera það samkvæmt lögum og/eða ef Rassvasi er keyptur eða sameinast öðru fyrirtæki. Skoða nánar persónuverndarstefnu Rassvasa.

Aðgangur að þjónustunni og aðgangsupplýsingar notenda

Með því að láta Rassvasa í té netfang sitt samþykkja viðskiptavinir að Rassvasi megi, þegar nauðsyn krefur, senda notendum tilkynningar á netfang þeirra í tengslum við aðgang þeirra að þjónustunni.

Notandanafn, lykilorð og aðrar samskiptaupplýsingar sem viðskiptavinir kunna að láta Rassvasa í té teljast til „aðgangsupplýsinga“ viðskiptavina. Viðskiptavinum er einungis heimilt að fá aðgang að efni og þjónustu í löglegum tilgangi.

Lok samnings

Rassvasi geymir persónuupplýsingar í 30 daga eftir samningslok sbr. 3. gr. í persónuverndarstefnu Rassvasa. Samkvæmt reglugerð um rafræna reikninga og bókhaldslög skal geyma gögn þess efnis í sjö ár frá útgáfu þeirra og er það á ábyrgð viðskiptavinar. Við lok samnings getur viðskiptavinur óskað eftir að fá gögn sín á tölvutæku formi gegn greiðslu samkvæmt verðskrá Rassvasa hverju sinni.

Þóknun Rassvasa

Þóknun Rassvasa er í samræmi við gildandi verðskrá hverju sinni og ábyrgist Rassvasi að rétt gjaldskrá fyrir námskeið er alltaf aðgengileg á vef Rassvasa.

Tilkynningar til notenda með tölvupósti

Rassvasi sendir reglulega út fréttabréf með gagnlegum upplýsingum er tengjast bókhaldi og skilum á gögnum til opinberra aðila. Rafrænar tilkynningar frá Rassvasa verða sendar á netfangið sem notandi gaf upp við skráningu á námskeið eða þjónustukaup.

Þar sem tilkynningar eru ekki dulkóðaðar munu þær aldrei innihalda lykilorð notanda. Í þeim tilfellum sem notandi gleymir lykilorði sínu getur hann fengið sendan hlekk á uppgefið netfang á slóð sem gerir viðkomandi kleift að búa til nýtt lykilorð.

Tilkynningar geta innihaldið netfang notanda (þegar sendur er tölvupóstur). Allir sem hafa aðgang að tölvupósti notanda munu geta séð innihald tilkynninganna.

Hugverkaréttindi

Allt innihald vefsvæðis Rassvasa, þar með talið útlitshönnun (t.d. texti, grafík, myndir, vörumerki), ljósmyndir, hugbúnaður, ritstýrt efni, tilkynningar og annað efni er varið samkvæmt höfundarréttar- og vörumerkjalögum á Íslandi og annars staðar. Innihald vefsvæðis Rassvasa er eign Rassvasa eða notað samkvæmt leyfi frá hugbúnaðar-, gagna- eða öðrum efnisveitum sem Rassvasi á í viðskiptasambandi við. Rassvasi veitir notendum leyfi til að skoða og nota vefsvæði Rassvasi samkvæmt þessum skilmálum. Notendur mega eingöngu sækja eða prenta afrit af upplýsingum og efni á vefsvæði Rassvasa til sinna eigin persónulegu nota sem ekki eru í fjárhagslegum tilgangi í samræmi við II. kafla höfundalaga. Öll dreifing, endurútgáfa eða rafræn afritun af innihaldi vefsvæðis Rassvasa, hvort heldur sem er að hluta til eða heild, eða í einhverjum öðrum tilgangi er þér með öllu óheimil nema með skriflegu samþykki Rassvasi.

Um brot gegn þessari grein fer skv. ákvæðum 12. gr.

Aðgangstakmarkanir

Þegar notandi samþykkir skilmála þessa fellst hann á að hann muni ekki nota nokkurs konar sjálfvirkan hugbúnað, forrit eða aðrar aðferðir til að verða sér út um aðgang að, afrita eða fylgjast með einhverjum hluta af vefsvæði Rassvasa nema með skriflegu leyfi Rassvasa og/eða ef slík þjónusta hafi verið keypt af Rassvasa.

Notandi samþykkir einnig að hann muni ekki nota forrit, hugbúnað eða annars konar aðferðir til að heimsækja, nota eða leita að gögnum á vefsvæði Rassvasa nema með almennum vöfrum (t.d. Firefox eða Google Chrome) og almennum leitarvélum (t.d. Google eða Bing).

Notandi samþykkir að hann muni ekki senda skrár eða gögn á vefsvæði Rassvasa sem geti flokkast sem tölvuvírus, tölvuormur eða trójuhestur eða skrár sem innihalda einhvers konar skaðlega eiginleika og/eða geta á einhvern hátt truflað eðlilega virkni og/eða þjónustu Rassvasa.

Notandi samþykkir að hann muni ekki reyna á nokkurn hátt að sækja, birta eða greina undirliggjandi forritskóða út frá þeim hugbúnaði sem er notaður af Rassvasa. Ef notandi fær aðgang að undirliggjandi forritunarkóða á vegum Rassvasa, s.s. vegna bilunar, ber honum að tilkynna slíkt til vefstjóra (bokhald@rassvasi.is)

Um brot gegn þessari grein fer skv. ákvæðum 12. gr.

Takmörkun ábyrgðar

Rassvasi ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem orsakast beint eða óbeint vegna bilunar í tölvubúnaði og/eða hugbúnaði fyrirtækisins eða notanda eða af öðrum orsökum, sem kunna að valda því að upplýsingar eru ekki réttar eða að notandi nái ekki að tengjast þjónustunni. Rassvasi ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem kann að orsakast beint eða óbeint vegna galla eða bilunar í endabúnaði, tengingu við veraldarvefinn, þeim hugbúnaði sem nauðsynlegur er til tengingar við vefsvæði Rassvasi, vafra eða stýrikerfi notanda eða tölvukerfi Rassvasi, eða af öðrum þeim orsökum sem kunna að valda því að aðgerðir á vefsvæði Rassvasa geta ekki farið fram eða verða með öðrum hætti en til var ætlast s.s. vegna tæknibilana, villna í gögnum eða truflana í rekstri tölvukerfa.

Rassvasi ber ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst af vanþekkingu, misskilningi eða misnotkun notanda eða annars aðila með eða án umboðs notanda. Rassvasi ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til rangra aðgerða notanda eða annars aðila. Rassvasi ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til utanaðkomandi atvika t.d. bilana, rangra utanaðkomandi upplýsinga o.þ.h. Enn fremur ef rekja má tjónið til atvika sem stafa af náttúruhamförum, styrjöldum, verkföllum eða vegna atriða sem talin verða falla undir óviðráðanleg tilvik (force majeure).

Lokun aðgangs, gildistími skilmála og breytingar á skilmálum

Rassvasi áskilur sér rétt til þess að grípa til hvaða aðgerða sem teljast nauðsynlegar til að bregðast við brotum gegn skilmálum þessum, þ.m.t. tafarlausrar lokunar á aðgangi notanda.

Rassvasi áskilur sér rétt til þess að loka einhliða aðgangi notanda (eftir atvikum að eyða aðgangi) að vefsvæði Payday hvenær sem er, og án fyrirvara. Þegar Rassvasi metur að grípa þurfi til slíkra aðgerða verður notanda gert viðvart um þá ákvörðun og send tilkynning þess efnis á netfangið sem notandi gaf upp við skráningu. Sem dæmi um slík tilfelli er t.d. ef notandi verður uppvís að misnotkun á kerfi Rassvasi, ef notandi hefur brotið í bága við eitthvert ákvæði þessara skilmála, eða ef notandi hefur hegðað sér á þann hátt að augljóst er að notandi ætli ekki eða geti ekki uppfyllt ákvæði þessa skilmála. Ef grunur vaknar að um lögbrot sé að ræða þá áskilur Rassvasi sér rétti til tilkynna slíkt til yfirvalda.

Rassvasi sendir út reikninga til viðskiptavina sinna í lok hvers mánaðar með 14 daga greiðslufrest.

Gildistími skilmála og breytingar á skilmálum

Rassvasi áskilur sér rétt til að að breyta þessum viðskiptaskilmálum og bæta við þá hvenær sem er og taka slíkar breytingar gildi án fyrirvara. Ef um er að ræða breytingar sem eru ekki til hagsbóta fyrir notendur þjónustunnar skal tilkynna notendum um þær með tryggum hætti með minnst sjö daga fyrirvara fyrir gildistöku breytinganna.

Ágreiningur milli aðila og lögsaga

Um skilmála þessa gilda íslensk lög. Ef eitthvert ákvæði skilmála þessara verður dæmt ógilt, ólöglegt eða óhæft til fullnustu, dregur það ekki á neinn hátt úr gildi, lögmæti eða fullnustuhæfi annarra ákvæða skilmálanna. Notendur samþykkja að jafnvel þó svo að Rassvasi nýti sér ekki einhvern þau réttindi sín sem hljótast af þessum skilmálum að þá skuli ekki túlka það sem afsal þess réttar. Rísi mál út af skilmálum þessum skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.