Undirbúningur fyrir skil á skattframtali lögaðila (vinnustofa)

35.000 kr.

Tími: 15:00 – 18:00
Verð: 35.000 kr pr. Þátttakanda
Hvar: B14 Kontórar – Bæjarlind 14-16, 2.hæð
Þátttökuskilyrði: Lágmark 2 þátttakendur, hámark 6 þátttakendur
Fyrir hverja: Þá sem vilja læra skila eigin skattframtali vegna ársins 2024 gegnum rsk.is og hafa fært bókhaldið í Payday jafnt og þétt. Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi grunn þekkingu á bókhaldi og/eða hafi sótt önnur námskeið á vegum Rassvasa og Payday. Hentar ekki byrjendum.
Fyrirkomulag: Byrjað er á að fara yfir námsefni svo vinnur hver og einn þátttakandi í sínu uppgjöri með aðstoð leiðbeinanda. Þátttakendur koma með og vinna á eigin tölvum. 
Leiðbeinandi: Eva Michelsen, eigandi Rassvasa ehf. M.Sc. í stjórnun og stefnumótun, B.Sc. í viðskiptafræði og viðurkenndur bókari
Greiðsla: Hægt að fá kröfu í banka eða greiða með korti.
Námskeiðslýsing: Sjá ítarlegri námskeiðslýsingu hér að neðan.

Í flestum tilvikum geta einstaklingar sótt um endurgreiðslu frá sínu stéttarfélagi.

Námskeiðið er unnið í samstarfi við Payday

Skilmálar

Námskeiðslýsing

Skattskil lögaðila (ehf, sf og slf)

Markmiðið með þessari vinnustofu er að hjálpa notendum Payday að undirbúa skil á skattframtali fyrir lögaðila (ehf eða sf/slf) með gögnum úr payday.

Mikilvægt er að skila inn réttum upplýsingum í skattframtal og er þessu námskeiði ætlað að veita notendum meira öryggi við frágang á bókhaldi og gögnum, hvort sem er á eigin vegum eða fyrir bókara / endurskoðanda.

A.T.H. Mælum ávallt með að fá fagaðila til að sannreyna að bókhaldið sé í lagi, innsending gagna rétt og í samræmi við lög og reglur!

Hvar: B14, Bæjarlind 14-16, 2.hæð, 201 Kópavogur (sama stað og Payday)

Yfirferð vinnustofunnar tekur á eftirfarandi:

  • Bankareikningar afstemmdir
  • Launalyklar afstemmdir
  • Kreditkort afstemmd
  • Lánadrottnar afstemmdir
  • Viðskiptavinir afstemmdir
  • Lán afstemmd
  • Stöður við ríki (skattar og launatengd gjöld)
  • Lyklar í prófjöfnuði afstemmdir
  • RSK 1.04 úr Payday inn í framtal
  • RSK 10.26
  • Launaframtal
Gengið er út frá eftirfarandi forsendum fyrir allt árið, þ.e.a.s. jan-des 2024:
  • Bókhald hafi verið fært í Payday
  • Laun hafi farið gegnum launakerfi Payday
  • Áramótastöður fyrir bankareikninga liggi fyrir
  • Áramótastöður fyrir kreditkort liggi fyrir (ef við á)
  • Áramótastöður fyrir lán liggi fyrir (ef við á)
  • Hreyfingarlisti af island.is sé aðgengilegur
  • Skilalykill fagaðila sé til staðar
  • VSK og STGR lyklar séu til staðar (eftir því sem við á)

Námskeiðið er unnið í samstarfi við Payday.

Aðar upplýsingar sem þú vilt koma á framfæri með bókun.

Dagsetning

26.mars 2025